Vilja valdefla konur á nýju Fæðingarheimili Reykjavíkur
Nýtt fæðingarheimili hefur verið opnað í Reykjavík og ber nafn Fæðingarheimilis Reykjavíkur sem starfrækt var á síðustu öld. Eigendurnir vilja halda í ræturnar og brydda upp á nýjungum, þremur áratugum eftir að upprunalega Fæðingarheimili Reykjavíkur hætti starfsemi.