Ungbörn eiga ekki að sofa á maganum
Norski barnalæknirinn Trond Markestad varaði árið 1989 foreldra og fagfólk við því að láta ungbörnsofa á maganum. Ári seinna hafði tilfellum vöggudauða fækkað um helming en þau höfðu verið 144.
Læknirinn fékk á dögunum virt verðlaun fyrir vísindastörf sín, þar á meðal rannsóknir á skyndidauða ungbarna.
Miðað við fólksfjölda var Noregur meðal þeirra landa þar sem tilfellin voru flest á níunda áratug
síðustu aldar. Á vef norska ríkisútvarpsins er haft eftir Marke stad að rannsóknir á dauðsföllum tuttugu barna hefðu leitt í ljós að öll nema eitt hefðu legið á maganum með andlitið ofan í dýnuna eða kodda.
Frekari rannsóknir leiddu í ljós að vöggudauði hafði aukist til muna á þeim svæðum þar sem hætt var að láta börnin liggja á hliðinni og þau lögð á magann í staðinn. Læknirinn segir að mönnum hafi brugðið við að komast að því hversu hjálparvana ungbörn á aldrinum tveggja til fjögurra mánaða eru þegar þau liggja á maganum. Þau geti ekki snúið andlitinu frá dýnunni.
Haft er eftir Torleiv Rognum, prófessor í réttarlæknisfræði, að auk legu á maganum auki of hátt hitastig og reykingar hættuna á vöggudauða. Hann hefur stýrt hópi vísindamanna sem rannsakað hafa vöggudauða frá níunda áratug síðustu aldar. Að sögn Rognum hefur orsökin í sumum tilfellum verið truflanir á efnaskiptum eða hjartslætti. Leitinni að áhættu vegna erfðaþátta er haldið áfram. Nú eru tilfelli vöggudauða í Noregi um fimmtán á ári, samkvæmt fréttablaðið.