Andlitið endurspeglar innra heilbrigði
Þó svo að hormónar og umhverfisáhrif spili einn stærsta þáttinn í útliti húðarinnar hafa mataræði og líkamsrækt mikil áhrif. Allt snýst þetta um að halda góðu jafnvægi á milli þessara þátta.
Hér eru sjö matartegundir sem að þú ættir að leggja í vana þinn að borða meira af viljir þú fá skínandi fallega og hraustlega húð.
Feitur fiskur
Feitur fiskur, eins og bleikja, lax eða ferskur túnfiskur, er ríkur af bíótíni sem hjálpar til við framleiðslu keratíns sem er aðalbyggingarefni húðarinnar og líka nagla og hárs. Fiskurinn inniheldur einnig ómega 3-fitu sýrur sem draga úr bólgum í líkamanum.
Chia-fræ
Chia-fræin eru rík af ómega 3-fitusýrum sem draga úr bólgum í líkamanum eins og fyrr segir. Ómega 3-fitusýrurnar eru líka „góð fita“ og halda húðinni mjúkri. Fræin eru líka rík af E-vítamíni og sinki, en þau næringar efni hjálpa til við að halda unglegu útliti húðarinnar.
Sætar kartöflur
Sætar kartöflur innihalda margfalt meira C-vítamín en appelsínur. C-vítamín styrkir frumur og berst á móti bakteríum. Í sætum kartöflum er líka mikið magn af karótíni sem styrkir húð-ina gegn baráttunni við öldrunareinkenni.
Möndlur
Möndlur eru stútfullar af trefjum og E-vítamíni. E-vítamín vinnur gegn öldrunareinkennum og er talið vinna gegn skemmdum af völdum sólbruna. Trefjar styrkja meltingarkerfi líkamanns og hjálpa til við að hreinsa út eiturefni og lækka blóðfitu í líkamanum og hjálpa þannig til við að styrkja húðina.
Sólblómafræ
Þessi litlu bragðgóðu fræ innihalda E-vítamín eins og möndlurnar. E-vítamín hjálpar einnig til við baráttuna gegn sindurefnum og þar af leiðandi fínum línum. Þau eru líka rík af magnesíum og sinki en þau steinefni koma jafnvægi á olíuframleiðslu húðarinnar.
Flókin kolvetni
Mikið unnin matvæli svo sem hvítur sykur og hveiti geta aukið bólgumyndun í líkamanum og valdið bólum. Venjið ykkur á að borða flóknari kolvetni eins og baunir, hýðisgrjón og grófari hveititegundir.
Ferskur appelsínusafi
Nýkreistur appelsínusafi er stútfullur af C-vítamíni sem vinnur gegn öldrun húðarinnar og styrkir ónæmiskerfið. Hann hjálpar einnig við myndun kollagens sem eru ensím og aðaluppbyggingarefni líkamans. samkvæmt fréttablaðið
Óvinir húðarinnar
Verstu óvinir húðarinnar eru reykingar, sólböð og lélegt mataræði. Þetta þrennt eykur öldrun húðarinnar. Þá er vitað að stress getur fjölgað hrukkum. Þeir sem eru stressaðir eru líka í meiri hættu að fá exem og útbrot.
Góður svefn er þar fyrir utan lykillinn að fallegri húð.
Strax eftir tvítugt minnkar kollagen í líkamanum og húðin byrjar að eldast. Mikilvægt er að huga vel að húðinni frá unga aldri, sérstaklega verja hana gegn útfjólubláum geislum sólarinnar.
Ef maður vill ekki verða hrukkóttur er ekki ráðlegt að vera mikið í sól. Notið sólvarnarkrem til varnar hrukkum og ekki síður húðkrabbameini.
Matvörur skipta máli fyrir húðina. Andoxunarefni í fennel, negul, pipar og kanil eru góð fyrir húðina. Sömuleiðis ýmis ber, eins og bláber, krækiber, jarðarber og fleiri tegundir. Grænt te er einnig gott fyrir húðina og getur hægt á öldrun hennar. Fiskiolía, omega-3, er húðinni nauðsynleg, sérstaklega á það við þá sem þjást af húðvandamálum, exemi og húðþurrki. Fólki með þurra húð er ráðlagt að forðast sápu og ekki fara í of heita sturtu. Berið gott rakakrem á þurra húð.
Heimagerður maski
avocadoLárpera eða avókadó er nokkurs konar náttúrulegt rakakrem. Það er ríkt af hollri fitu og E- og C-vítamínum og er gott fyrir líkamann hvort sem er að innan eða utan, það borðað eða borið á húðina. Avókadó hefur verið notað í gegnum árin sem náttúruleg húðmeð- ferð, sérstaklega fyrir þá sem eru með þurra húð.
Auðvelt er að búa til avókadómaska heima hjá sér. Þá er einu avókadó stappað saman við örlitla mjólk og haframjöl. Þegar allt er orðið vel blandað saman er maskinn borinn á hreint andlitið og hann látinn vera á í tíu mínútur. Hreinsið svo vel af með nægu vatni. samkvæmt fréttablaðið