Vonar að barnið komi sem fyrst

Vonar að barnið komi sem fyrst

Simpson var gestur í sjónvarpsþættinum Jimmy Kimmel Live í byrjun vikunnar og þar ræddi hún meðgönguna á einlægan hátt.

 

„Mér líður eins og ég gangi um með keilukúlu. Mér hefur einnig verið sagt að ég sé með mikið legvatn og að þegar ég missi vatnið muni það líta út eins og gusa úr slökkvislöngu,” sagði söngkonan og bætti við að hún væri vissulega tilbúin fyrir fæðinguna og vonaðist til þess að barnið kæmi sem fyrst.

Kimmel tók þátt í gríninu og gantaðist með það að maginn á söngkonunni væri svo stór að það mætti halda að hún gengi með fullorðna manneskju, samkvæmt vísir.

 

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri