Tæknifrjóvgun verður dýrari en áður

Vilja frumvarp um staðgöngumæðrun

Minnihluti nefndarinnar leggst gegn samþykki tillögunnar þar sem fjölmörgum spurningum af siðferðislegum og læknisfræðilegum toga sé ósvarað.

 Síðari umræða um tillögu Ragnheiðar Elínar Árnadóttur og 22 annarra þingmanna allra flokka nema Hreyfingarinnar um að fela velferðarráðherra að skipa starfshóp, sem undirbúi frumvarp til laga sem heimili staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni fór fram á Alþingi í dag. Afar skiptar skoðanir hafa verið á þessu máli og umsagnir sem borist hafa þinginu hafa frekar beinst gegn samþykkt. Jónína Rós Guðmundsdóttir er

„Þess vegna er nauðsynlegt að byggja á þeirri vinnu sem þegar hefur farið fram og skipaði starfshóp ráðherra fjölbreyttan hóp fólks svo sem flest sjónarmið fái notið sín,“ sagði Jónína Rós Guðmundsdóttir, framsögumaður meirihluta velferðarnefndar sem leggur til samþykkt frumvarpsins.. Valgerður Bjarnadóttir, talsmaður fyrsta minnihluta nefndarinnar, er á öndverðri skoðun. „Fyrsti minnihluti telur að það séu nokkur atriði sem vega þyngra en önnur og valda því að hann styður ekki niðurstöðu meirihluta velferðarnefndar. Í fyrsta lagi: Gerð frumvarps er fyrsta skrefið að því að heimila staðgöngumæðrun.“

Eygló Harðardóttir er talsmaður annars minnihluta. „Og eftir vandlega íhugun hef ég komist að þeirri niðurstöðu að það sé ekki tímabært að fara í það verklag sem háttvirtur þingmaður er að leggja til að það verði unnið frumvarp.“

Atkvæðagreiðsla um tillöguna fer fram við upphaf þingfundar á morgun.

 

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *