danskur prins eða prinsessa á leiðinni

Danskur prins eða prinsessa á leiðinni

Fjallað er um málið í dönskum fjölmiðlum. Þar kemur fram að Marie var augljóslega langt komin á leið þegar hún tók þátt í hátíðahöldunum í kringum 40 ára krýningarafmæli Margrétar Þórhildar Danadrottningar um síðustu helgi.

Raunar kom Marie ekki opinberlega fram við hátíðahöldin nema á svölum konungshallarinnar, Amalienborg, á sunnudag þegar tugþúsundir Dana hylltu drottningu sína og fjölskyldu hennar.

Í frétt um málið í Ekstra Bladet segir vitni að hann hafi sé til þeirra Marie og Jóakims inn á fæðingardeild Rigshospitalet í gær. Jóakim hafi verið með stóra tösku í annarri hendinni. Þar mun þó aðeins hafa verið um hefðbundna læknisskoðun að ræða. Hinsvegar er reiknað með að Marie leggist inn á fæðingardeild spítalans fyrir mánaðarmótin.

 

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri