Reykvísk leikskólabörn eiga metið

Reykvísk leikskólabörn eiga metið

Í nýrri Skólaskýrslu, sem unnin var fyrir Samband íslenskra sveitarfélaga, kemur fram að heildagsígildum fjölgaði um 58% á árunum 1998-2010.

 

Á sama tíma hefur leikskóla börnum aðeins fjölgað um ríflega 3.800 eða 26%. Þessi munur þykir benda til að viðvera barna sé að lengjast.

Börnum sem dvöldu á leikskóla í 4 klukkustundir á dag fækkaði um 92% árið 2010 miðað við árið 1998. Stóraukning hefur orðið meðal barna sem dvelja lengur, fjöldi þeirra hefur ríflega tvöfaldast.

Börn í Reykjavík sem eru á leikskóla 4 tíma á dag eru svo fá að þau ná ekki 1%. Hlutfallslega er þessi hópur stærstur á Vestfjörðum en þar dveljast 10% leikskólabarna í 4 stundir á dag í leikskóla. Barnahópurinn sem dvelur í 7–8 tíma á dag er alls staðar hlutfallslega stærsti hópurinn, og stærstur í Reykjavíkurborg og á Suðurlandi.

Barnahópurinn sem dvelur lengst á leikskóla, 9 klst. eða meira, er hlutfallslega stærstur á höfuðborgarsvæðinu öllu.

 

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri