Viktoría á von á barni

Viktoría á von á barni

Þetta staðfesti sænska hirðin í dag en fæðingardagur er áætlaður í mars á næsta ári. Öll konungsfjölskyldan er sögð himinlifandi með tíðindin en þetta verður fyrsta barnabarn Karls Svíakonungs en hann á tvö önnur börn auk Viktoríu. Karl Reinfeldt forsætisráðherra Svíþjóðar sendi einnig frá sér tilkynningu í dag þar sem fréttunum er fagnað.

Þeir sem styðja konungsveldið í Svíþjóð hafa fagnað í dag en barnið verður væntanlega ríkisarfi og tekur við af móður sinni þegar fram líða stundir, komi ekki til þess að konungsveldið verði afnumið. Talsmenn þeirra sjónarmiða í Svíþjóð segjast hinsvegar vona að búið verði að leggja af þennan “ólýðræðislega sið sem konungsveldi er,” áður en barnið vex úr grasi.

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri