Mikið ber enn í milli
Ekki liggur enn fyrir hversu mikið þjónusta leikskólanna skerðist ef til verkfalls kemur. Sveitarfélögin hafa boðið leikskólakennurum 12-14 prósenta launahækkun sem er í samræmi við nýlega samninga annarra kennarastétta. Leikskólakennarar höfnuðu því og krefjast um 25 prósenta launahækkunar. Þeir segja hana myndu leiðrétta þann launamun sem orðinn er á leikskólakennurum og grunnskólakennurum.
Áætlaður launakostnaður sveitarfélaganna vegna leikskólakennara var um 6,7 milljarðar króna árið 2010. Hækkunin sem sveitarfélögin bjóða upp á kostar 870 milljónir króna á ári en sú hækkun sem leikskólakennarar fara fram á myndu kosta 830 milljónir ofan á það.
Reykjavíkurborg féllst á að greiða leikskólakennurum svokallað neysluhlé, sem er hálftíma yfirvinnukaup vegna þess að leikskólakenararnir geta ekki farið í mat heldur borða með börnunum.
Kostnaður Reykjavíkurborgar vegna neysluhlésins nam 500 milljónum króna á síðasta ári. Neysluhléið er ekki hluti af núverandi kjarasamningi svo Reykjavíkurborg er þegar að greiða meira en hann kveða á um.
Raunverulegur kostnaður sveitafélaganna vegna launahækkana væri því 500 milljón krónum minni en tölurnar gefa til kynna.
Ekki hefur verið boðaður nýr fundur eftir að upp úr viðræðum samningsaðilanna slitnaði í gær.
Mikil óvissa ríkir um hvernig starfsemi leikskólanna verður háttað ef til verkfalls kemur.
„Þyrfti að hækka leikskólagjöld“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir mörg sveitarfélög ekki ráða við að greiða laun í samræmi við kröfur leikskólakennara.
Hann segir að í mörgum tilfellum þyrfti að fjármagna launahækkanir með hækkun leiksskólagjalda.
Kjaradeila leiksskólakennara og sveitarfélaganna er í hnút. Leiksskólakennarar krefjast 25 prósenta launahækkunar en það er umfram getu margra sveitarfélaga að mati Halldórs Halldórssonar formanns Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Sveitarfélögin bjóði ellefu til þrettán prósenta hækkun líkt og samið hafi verið um við viðmiðunarstéttir leiksskólakennara.
„Kröfur leikskólakennara eru mjög langt umfram það og við höfum ekki talið okkur geta orðið við því,“ segir Halldór.
Halldór segir að kröfur leiksskólakennara kosti sveitarfélögin um 1,7 milljarð króna. Það sé kostnaður sem mörg þeirra ráði ekki við að óbreyttu.
„það segir sig auðvitað sjálft að þau eru auðvitað mjög misjafnlega í stakk búin til að takast á við það. En alveg áræðanlega þyrftu sveitarfélög í mörgum tilfellum að fjármagna slíkt t.d. með hækkun leiksskólagjalda,“segir Halldór.
Ekki hefur verið boðað til nýs fundar í deilunni. En boðað verkfall hefst á mánudag ef ekki tekst að semja fyrir þann tíma.
„Ég held að sáttasemjari hafi talið það mikið bera á milli að það þýði ekki. En það þýðir samt ekki að fólk geti ekki fundið einhverja leið, talað saman og sæst á einhverja leið miðað við þær aðstæður sem eru uppi núna, “ segir Halldór.
{loadposition nánar fréttir}