verkfall-i-leikskolum

Verkfall í leikskólum gæti skollið á 22. ágúst

Kosið verður um umboð til að kjósa um verkfallsboðun á aðalfundi Félags leikskólakennara á miðvikudaginn. Leikskólakennarar hafa verið samningslausir um  nokkra hríð og telja sig komna aftur úr launum viðmiðunarstétta, eins og grunnskólakennara. Næsti samningafundur með sveitarfélögunum verður eftir viku. Fjóla Þorvaldsdóttir formaður samninganefndar leikskólakennara segir byrjunarlaun fólks með réttindi vera 247 þúsund krónur.

Hún segir meginástæðuna fyrir því að leikskólakennarar hafi dregist aftur úr sé sú að hópurinn átti eftir að semja þegar kreppan skall á. Viðmiðunarhópar hafi hinsvegar flestir verið búnir að því.

Fjóla segir að kröfur leiksskólakennara séu að fá sambærileg laun og viðmiðunarstéttirnar og telur Fjóla að þar muni tíu til fimmtán prósentum.

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri