Fatalína fyrir óléttar konur
Nemendur á öðru ári í fatahönnun tóku þátt í námskeiði undir leiðsögn Lindu Bjargar, fagstjóra fatahönnunarbrautar, þar sem markmiðið var að hanna fatalínu fyrir Tvö líf.
Hver nemandi hannaði tíu alklæðnaði fyrir barnshafandi konur. Eitt af þessum verkefnum verður svo valið af aðstandendum verslunarinnar og er markmiðið að sú fatalína verði þróuð áfram og framleidd af verslunni en Tvö líf hefur áhuga á að þróa sitt eigið vörumerki. Fær sigurvegarinn einnig 150.000 kr. í verðlaun.
Verðlaunin verða afhent vinningshafanum síðdegis í kvöld í versluninni Tvö líf.
Fatahönnunarbraut Listaháskólans leggur áherslu á að vinna með fyrirtækjum í fataiðnaði á íslandi. Það er mikilvægt að nemendur vinni að raunverulegum verkefnum og taki þátt í nýsköpun í faginu.