Þyngd barna skráð í gagnagrunn
Yfirlæknir Barnaspítala Hringsins segir grunninn mjög mikilvægan í baráttunni fyrir bættri heilsu barna.
Ragnar Bjarnason, yfirlæknir á Barnaspítala Hringsins, segir spítalann hafa ákveðið að fjárfesta í tölvubúnaði sem gerir heilbrigðisstarfsfólki auðvelt að skrá og greina þyngd barna, svipaðan þeim búnaði sem notaður er til að skrá bólusetningar barna. Slíkum búnaði hafi hann reyndar óskað eftir í nær áratug.
Með slíkum búnaði væri hægt að grípa snemma inn í og hafa samband við foreldra.
Hann segir að oft dugi einföld ráð vel til að koma í veg fyrir offþyngd og offitu barna. Sérstaklega þegar börn eru um þriggja ára en þá hætti börn oft að borða bara vegna þess að þau eru svöng og byrja að borða til að gleðja foreldra sína. Einfaldar ábendingar til foreldra, svo sem að hvetja barnið ekki um of fyrir að borða, geti því gert mikið gagn.
En sumar rannsóknir benda til þess að offita og ofþyngd geti verið mismunandi eftir landshlutum, samkvæmt vísir.
{loadposition nánar fréttir}