Adele er ríkasti ungi tónlistarmaður Bretlands
eða undir þrítugu, samkvæmt lista yfir ríkustu Bretana sem Sunday Times birtir árlega.
Listinn verður birtur í heild sinni um næstu mánaðarmót en blaðið hefur greint frá nokkrum undirflokkum. Adele er metin á 20 milljónir punda og í öðru sæti er Cheryl Cole sem sögð er eiga 12 milljónir punda.
Tónlistamennirnir komast þó ekki nálægt ungu kvikmyndastjörnunum en þar er Daniel Radcliffe, eða sjálfur Harry Potter á toppnum. Hann á 54 milljónir punda á sinni bankabók, eða rúma tíu milljarða króna. Þar á eftir koma hjartaknúsarinn Robert Pattinson, 40 milljónir punda og Keira Knightley, 30 milljónir, samkvæmt visir.
{loadposition nánar fréttir}