Tuvalu eyjar í kaf segja spámenn
Margir eyjaskeggjar hafa þegar flúið til nágrannaríkja. Þeir sem eftir eru óttast framtíðina.
Nærri 12.000 manns búa á eyjunum sem ná yfir 26 ferkílómetra svæði miðja vegu milli Ástralíu og Hawaii. Hæsti punktur er 4,5 metra yfir sjávarmáli. Gangi spár eftir og sjávarborð hækki um einn metra innan aldar sópast Kyrrahafið yfir nær allar eyjarnar. Fjórðungur Túvalúa hefur flutt til Nýja Sjálands.
Tillögum fulltrúa Túvalúa um harðan loftslagssamning var vísað frá á loftslagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn í gær. Því var mótmælt.
{loadposition nánar fréttir}