Nyjar hugmyndir fæðingar orlofs
Félags- og tryggingamálanefnd afgreiddi í dag frumvarp félagsmálaráðherra um breytingar á fæðingar- og foreldraorlofi. Í frumvarpinu var gert ráð fyrir að í einn mánuður af níu yrði tekinn í orlof þremur til fjórum árum eftir fæðingu barns.
„Nefndin samþykkti ekki þessa tillögu. Hún taldi hana skerða þann tíma sem börn hafa með foreldrum sínum og auk þess er ekki um raunverulegan sparnað að ræða heldur er kostnaði frestað á komandi ár,” segir Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, varaformaður félags- og tryggingamálanefndar Alþingis.
Í staðinn hverfur nefndin aftur til fyrri hugmynda félagsmálaráðherra um að hæstu orlofsgreiðslur verði 300 þúsund krónur. 80 prósent af tekjum upp í 200 þúsund verði greidd, 75 prósent fáist af launum umfram það. Með breytingunum átti að spara eittþúsund og tvöhunduð milljónir króna en Sigríður Ingibjörg gerir ráð fyrir að nú sparist tvöhundruð milljónum minna.
„Vandinn er sá að við bjuggum til mjög framsækið og glæsilegt fæðingarorlofskerfi, en það var ekki fjármagnað að fullu”
Sigríður Ingibjörg segir að félagsmálanefnd hafi miklar áhyggjur af fæðingarorlofskerfinu. Hart hafi þegar verið gengið fram í sparnaði. Nefndin ætli að fara þess á leit við ráðherra að áhrif skerðinganna verði skoðuð, hvort börn fái minni tíma með foreldrum sínum og hvort feður stytti orlof sitt meira en mæður.
„Við telum að skerðingin hafi þegar verið það mikil að við séum komin yfir sársaukamörk og það muni valda því að færri muni taka fæðingarorlof.”
{loadposition nánar fréttir}