Tunguhaftsaðgerðir sextánfaldast hjá tannlæknum
Skoða aðgerðirnar
Fjölgun tungu- og varhaftsaðgerða verður skoðuð og faglegur bakgrunnur með það fyrir augum að embættið útbúi klínískar leiðbeiningar. Athugunin varð til þess að Tunguhaftssetrið hætti tímabundið starfsemi eins og fram hefur komið í fréttum.
Undirskriftasöfnun: Tunguhaft er ekki tískubóla
Stíf vara- og tunguhöft geta gert kornabörnum erfitt með að taka brjóst og munu stíf höft geta haft neikvæð áhrif á tal og svefn. Á Facebook og Instagram má finna lýsingar á afar óværum ungbörnum sem eftir aðgerð hafa gjörbreyst og lýsa foreldrar skilningsleysi heilbrigðisstarfsfólks á orsök vandans.
Nú stendur yfir undirskriftasöfnun á netinu. Þar segir að þrátt fyrir rannsóknir og jákvæðar reynslusögur foreldra líti margir læknar á tunguhöft sem tískubólu. Svo segir hvetjum Sjúkratryggingar og Embætti landlæknis til að hlusta á foreldra og við styðjum við bakið á tannlæknum.
Miklu fleiri aðgerðir en 2016 – ríkið borgar
Ríkissjóður greiðir nánast allan kostnað við aðgerðirnar á börnum í gegnum Sjúkratryggingar. Aðgerðum hefur fjölgað um 250 prósent frá 2016 til 2021 samkvæmt tölum frá Sjúkratryggingum. 2016 voru þær 172 en fyrstu tiu mánuði þessa árs 426. Allt árið í fyrra voru þær 484.
Kostar 16 þúsund hjá sérgreinalækni
Hjá sérgreinalæknum sem eru aðallega háls-, nef- og eyrnalæknar hafa árlega verið gerðar 129 til 363 aðgerðir síðan 2016 til októberloka á þessu ári. Sjúkratryggingar greiddu að meðaltali tæpar 16 þúsund krónur fyrir hverja aðgerð lækna á þessu ári.
Kostar 28 þúsund hjá tannlækni
Algert stökk hefur orðið í fjölda aðgerða tannlækna frá 2016. Það ár voru gerðar 15 aðgerðir. Á þessu ári til loka október hafa verið gerðar 236 aðgerðir. Sautján stofur hafa gert aðgerðir en helmingur þeirra aðeins eina. Tunguhaftssetrið hefur gert 42 prósent allra tannlæknaaðgerða frá 2016. Hver aðgerð hjá tannlæknir kostar rúmar 28 þúsund krónur. Það er nálægt því tvöfalt hærra en læknar fá fyrir sama verk.
Sjúkratryggingar geta beint til þeirra sem eru ódýrari
Í svari Sjúkratrygginga segir að stofnunin hafi möguleika á að beina aðgerðum til þeirrar stéttar sem er ódýrari og að verið sé að skoða verðlagningu tannlækna í tengslum við samningsgerð við þá, samkvæmt RUV.
{loadposition nánar fréttir}