Fjórir af hverjum fimm krökkum hreyfa sig ekki nóg

Fjórir af hverjum fimm krökkum hreyfa sig ekki nóg

Fjórir af hverjum fimm krökkum hreyfa sig ekki nóg

Í rannsókninni, sem var kynnt fyrir helgi á Menntakviku sem er ráðstefna Háskóla Íslands um menntavísindi, var meðal annars kannað hversu oft í viku börnin hreyfðu sig. Hún var gerð af Rúnari Vilhjálmssyni prófessor á Heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands, Vöku Rögnvaldsdóttur lektor á menntavísindasviði HÍ og Þórdísi Lilju Gísladóttur, dósent á menntavísindasviði Háskóla Íslands.

„Það er einungis 21% barna í þessum bekkjum sem hreyfa sig daglega eins og alþjóðlegar ráðleggingar gera ráð fyrir. En þær snúa að því að börn hreyfi sig í klukkutíma daglega,“ segir Þórdís.

Eftir því sem krakkarnir verða eldri hreyfa þau sig minna og strákar hreyfa sig meira en stelpur.

„Í 6. bekk ná 27% drengja viðmiðunum og 19% stúlkna og í 10. bekk eru aðeins 16% stúlkna sem ná viðmiðunum en 23% drengja,“ segir Þórdís.

Rannsóknin sýndi að nemendur af erlendum uppruna hreyfðu sig sjaldnar en þeir sem eiga foreldra af innlendum uppruna og þeir sem bjuggu með báðum kynforeldrum hreyfðu sig meira en þeir sem gerðu það ekki.

Börn úr vel stæðum fjölskyldum hreyfðu sig meira en börn úr verr stæðum fjölskyldum og ekki var munur á hreyfingu eftir búsetum. Þórdís segir að niðurstöðurnar sýni mikilvægi skólaíþrótta.

„Þrátt fyrir þessar sláandi niðurstöður þá engu að síður náði 83% nemenda að hreyfa sig að minnsta kosti þrisvar í viku og við ályktum að skólaíþróttirnar skipti þar höfuðmáli,“ segir Þórdís. „Við vitum að mjög margir skólar eru að reyna að auka við hreyfingu fyrir utan þessa þrjá lögbundnu íþróttatíma.“, samkvæmt RUV.

 

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri