Höfða mál eftir að hafa eignast barn með röngum fósturvísi

Höfða mál eftir að hafa eignast barn með röngum fósturvísi

Höfða mál eftir að hafa eignast barn með röngum fósturvísi

Daphna og Alexander Cardinale sögðu stúlkuna sem fæddist í september árið 2019 ekki hafa líkst þeim og í kjölfar erfðarannsókna fundu þau raunverulega foreldra hennar. Konan hafði gengið með barn Cardinale-hjónanna og ákváðu foreldrarnir að skipta á börnum.

Cardinale-hjónin hafa höfðað mál á hendur stofunni sem sá um frjósemisferlið og rannsóknarstofunni þar sem fósturvísar þeirra voru varðveittir.

Daphna segir ómögulegt að lýsa þeim áhrifum sem málið hefur haft á fjölskylduna.

„Minningar okkar af fæðingunni verða alltaf mengaðar vegna þeirrar ógeðfelldu staðreyndar að líffræðilegt barn okkar var gefið öðrum og að ég fékk ekki að halda barninu sem ég barðist fyrir að fæða í þennan heim,“ sagði hún á blaðamannafundi.

Þegar stúlkan fæddist brá foreldrunum, þar sem hún var mun dekkri á hörund en þau. Heimaerfðapróf leiddu í ljós að Cardinale-hjónin voru ekki raunverulegir foreldrar hennar og að lokum fundust hjónin sem höfðu eignast dóttur þeirra um svipað leyti.

Eftir nokkra fundi ákváðu pörin tvö að skiptast á börnum.

„Í stað þess að gefa mínu eigin barni brjóst, gaf ég barni brjóst og myndaði við það tengsl sem ég neyddist síðan til að gefa frá mér,“ sagði Daphna. Hún sagði málið ekki síst hafa reynt á sjö ára dóttur þeirra hjóna, sem skildi ekki hvers vegna skipt var á börnunum,BBC greindi frá, samkvæmt visir.

 

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri