Þriggja ára barn höfuðkúpubrotnaði þegar hilla féll á höfuð þess

Þriggja ára barn höfuðkúpubrotnaði þegar hilla féll á höfuð þess

Atvik voru þannig að í hillusamstæðunni eru skúffur þar sem börnin geyma þá hluti sem þau hafa með sér í leikskólann. Börnin voru að reyna að draga eina skúffuna fram þegar atvikið varð en hún stóð á sér. Þá var togað með nokkru afli í skúffuna sem varð til þess að hillusamstæðan hrundi á höfuðið á barninu. Vegna þess hve viðkvæmt málið er hefur Vísir ákveðið að greina ekki frá því hvaða leikskóli á þarna í hlut, að öðru leyti en því að hann er staðsettur í úthverfi Reykjavíkurborgar.

 

Vísir hefur haft samband við leikskólastjórann á umræddum leikskóla en hann hefur ekki viljað tjá sig um málið. Á þessari stundu liggur ekkert fyrir um það hver framleiðandi hillunnar er, né heldur hver bar ábyrgð á uppsetningu hennar. Samkvæmt heimildum Vísis varð atvikið á kaffitíma starfsmanna, sem starfsmenn eiga rétt á samkvæmt kjarasamningum, og voru tveir starfsmenn sem gættu 25 barna hóps á meðan aðrir tveir starfsmenn deildarinnar voru í kaffi, samkvæmt vísir.

 

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri