Pilla fyrir karlmenn í sjónmáli
Slíkar tilraunir hafa áður siglt í strand vegna aukaverkana. Vísindamenn sem vinna við þróun nýju pillunnar segja að hún hafi engin aukaáhrif.
Þegar hjón hafa komið börnum sínum á legg vilja þau oft ekki bæta við barnahópinn. Þá fara heimilisfeðurnir oft í ófrjósemisaðgerð. Mörgum finnst það slakur kostur og því hafa vísindamenn víða reynt að þróa getnaðarvarnatöflur fyrir karlmenn. Þær hafa þó haft umtalsverðar aukaverkanir og því ekki verið settar á markað.
Vísindamenn við Baylor-læknaháskólann í Texas sig hafa leyst vandann. Þeir eru að þróa töflu sem þeir segja að hafi engar aukaverkanir. Niðurstöður rannsókna á pillunni, sem hefur vinnuheitið JQ1, birtust í alþjóðlega læknaritinu Cell. Þar kemur fram að lyfið hafi verið reynt á dýrum og þá hafi komið fram að það hefði ekki áhrif á kynhvöt þeirra. Þá hafi nýja lyfið áhrif á kímfrumur í kynkirtlum en ekki á hormón eins og fyrri lyf.
Vísindamennirnir eru sannfærðir um að nýja lyfið virki eins á karlmenn og getnaðarvarnapillur sem konur hafa tekið í áratugi. Þeir segja þó ekki hægt að fullyrða að aldrei komi til aukaverkanir af lyfinu, enda eigi sumir karlmenn eftir að taka það í ár eða áratugi ef það komi á markað, samkvæmt ruv.
{loadposition nánar fréttir}