Þriðji hver Dani hefur haldið framhjá maka sínum
Framhjáhaldið skiptist nokkuð jafnt milli kynja.
Það var Gallup sem gerði þessa skoðanakönnun fyrir blaðið BT en það er hefðbundið fyrir danska fjölmiðla að fjalla um framhjáhald á þessum árstíma þegar jólahlaðborðavertíðin er í fullum gangi í Danmörku.
Aðrar kannanir hafa sýnt að framhjáhald meðal Dana stóreykst á aðventunni enda tækifærin ærin í jólahlaðborðum þar sem ölvun er mikil.
Helsta ástæða framhjáhalds hjá körlum er skortur á kynlífi heimafyrir en helsta ástæða kvenna er að fá staðfestingu á því að vera enn eftirsótt í augum karla.
Það að þriðji hver Dani hafi haldið framhjá maka sínum einhvern tíman á ævinni er í mótsögn við afstöðu Dana til framhjáhalds yfirleitt. Þannig hefur umfangsmikil rannsókn á vegum Kaupmannahafnarháskóla sýnt að 64% Dana telja að framhjáhald sé algerlega óviðundandi.
Samkvæmt dönsku hagstofunni enda 45% hjónabanda í Danmörku með skilnaði og liggur framhjáhald að baki í um 20% tilfella.
{loadposition nánar fréttir}