Matarverð heldur áfram að hækka

Matarverð heldur áfram að hækka

Vörukarfan lækkaði þó lítillega á sama tíma í verslunum Hagkaups og Nóatúns.
Nýjasta verðlagsmæling Alþýðusambandsins sýnir töluverðar hækkanir í öllum vöruflokkum í verslunum landsins þótt einstaka vara lækki í verði.

 

Vörukarfa ASÍ, sem gæti endurspeglað almenn innkaup meðalheimilis, hefur hækkað frá því í júní í um 1,6 prósent til 5,6 prósent. Það þýðir að vörukarfa sem kostaði tíu þúsund krónur í júní getur nú kostað 10.560 krónur.

Verslanir Hagkaupa og Nóatúns eru þó undantekningar. Þar hefur vörukarfan lækkað lítillega, í Hagkaup um 1,2 prósent – aðallega vegna verðlækkunar á kjötvörum og í Nóatúni um 2,4 prósent. Lægra verð á sætindum og kjöti skýrir lækkunina þar að stærstum hluta.

Vörukarfan hækkar mest milli mælinga í verslunum Nettós. Hærra verð á kjötvörum 9,3 prósent og grænmeti og ávöxtum 9,2 prósent vega þar þyngst.

Tvær verslanir, Kostur og Víðir, neituðu þátttöku í mælingu ASÍ. Telja forsvarmenn þeirra verslana það ekki þjóna hagsmunum sínum að upplýsa neytendur um verðbreytingar sem verða í verslunum þeirra að því er fram kemur í tilkynningu frá ASÍ.

 

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri