leikskolinn-kjarrid

Þjónustusamningur ekki endurnýjaður

Þjónustusamningurinn við Kjarrið ehf var gerður eftir útboð árið 2008 og rennur hann út 31. júlí. Bæjaryfirvöld hafa ákveðið að sameina Kjarrið og leikskólann Smárahvamm. Málið var afgreitt á bæjarstjórnarfundi í dag. Með sameiningunni hyggjast bæjaryfirvöld spara 25 milljónir króna. „Með því að sameina þá náttúrulega næst fram mikil hagræðing í yfirstjórnun og öðru slíku, fyrir utan náttúrulega rekstrarkostnað sem var mun hærra áætlaður á árinu 2008 heldur en í dag,“ segir Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs.

Guðrún segir að auk þess séu skólarnir á sömu lóðinni í Kópavogi og því mjög hentugt að sameina þá.

Foreldrar barna í leikskólanum eru ekki sáttir við breytingarnar. Edda Margrét Hilmarsdóttir, móðir barns í leikskólanum Kjarrinu segir foreldrana vera í áfalli. Edda segir að foreldrarnir óttist að við sameininguna hætti starfsfólkið og því sé verið að koma á fót nýjum leikskóla.

 

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *