Gríðarlegur verðmunur

Gríðarlegur verðmunur

Þetta kemur fram í nýrri könnun ASÍ. Mikil verðmunur er á lágvöruverðsverslunum og öðrum stórmörkuðum. Könnunin var gerð á mánudag í fjórum lágvöruverðsverslunum og fjórum stórmörkuðum. Leiddi hún í ljós að miklu ódýrara er að kaupa inn hjá lágvöruverslunum en stórmörkuðum.

Sem dæmi má nefna að allt að 55% verðmunur var á mjólkurvörum og dæmi voru um að kjötvörur væru tvöfalt dýrari í stórmarkaði en í lágvöruverðsverslun. Verðmunur á og á dósa og þurrmat var frá 14% upp í 89%. Í fimm tilvikum var verðmunurinn meiri en 100%.

Mestur er verðmunurinn á töflum fyrir uppþvottavélar eða 933%. Í Krónunni kostar stykkið af þeim 3 krónur þar sem þær eru ódýrastar en þær eru tíu sinnum dýrari í Kosti þar sem þær kosta 31 krónu.

Þá var mikill verðmunur á rúðuúða sem kostar 899 krónur lítrinn í Nettó, þar sem hann var dýrastur, en 279 krónur í Bónusi þar sem hann var ódýrastur.  Munar þar 219%. 

Verðmunur á heilum kjúklingi var rúmlega 60% og á kjúklingabringum 103%. Bringurnar voru dýrastar í Hagkaupi á 2.798 krónur kílóið en ódýrastar í Kosti á 1.379 krónur. Munar þar rúmum 1400 krónum.

Bónus var oftast með lægsta verðið í könnuninni eða 31 sinni. Kostur var 20 sinnum með lægsta verðið. Hæsta verðið var hins vegar oftast í Samkaupum-Úrvali, eða í 38 tilvikum og þar á eftir í Nóatúni, eða í 26 tilvikum. Aðeins var um beinan verðsamanburð að ræða, en ekki var lagt mat á gæði.

 

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *