Tannlækningar barna verða greiddar að fullu

Tannlækningar barna verða greiddar að fullu

 

Í upphafi tekur samningurinn til 15, 16 og 17 ára barna, en þann 1. september munu 3ja, 12,13 og 14 ára börn bætast í hópinn. Í áföngum mun samningurinn fljótlega ganga yfir öll börn en fellur svo niður á 18 ára afmælisdegi þeirra. Þau börn sem samningurinn nær ekki strax til eiga rétt á greiðsluþáttöku frá Sjúkratryggingum Íslands.

Forsenda greiðsluþátttöku SÍ er skráning heimilistannlæknis. Skráningin er auðveld, en foreldrar og forráðamenn geta skráð börn sín og valið tannlækni á sjukra.is. Hlutverk heimilistannlækis verður að sinna þörfum hvers og eins og boða börn í reglulegt eftirlit eigi sjaldnar en á tveggja ára fresti. Markmiðið með reglugerðinni er að öll börn frái nauðsynlega tannlæknaþjónustu og að tannheilsa barna á Íslandi verði eins og best er á kosið, fyrir stuðninginn, samkvæmt vísir.

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri