Dúkka sem getur hjálpað fyrirburum

Dúkka sem getur hjálpað fyrirburum

 

Fjöldaframleiðsla á Lúllu, dúkku sem líkir eftir nærveru annarrar manneskju, hefst í sumar. Inni í dúkkunni er tæki sem líkir eftir hjartslætti og andardrætti sofandi móður.

Eyrún Eggertsdóttir, frumkvöðullinn að baki dúkkunum, segir standa til að selja þær á almennum markaði en að auki eru fyrirhugaðar tilraunir á Landspítalanum til að meta hvort dúkkan kunni að auka lífslíkur og efla þroska fyrirbura.

„Við byrjum á því að láta framleiða 500 til 1.000 stykki,“ segir Eyrún. Fyrsta kastið verða dúkkurnar seldar í völdum verslunum hér heima og í netverslun Amazon.

„Dúkkurnar eru aðallega hugsaðar fyrir nýbura og fyrirbura,“ segir hún, en hugmyndin var að búa til dúkku sem gæti verið nokkurs konar staðgengill foreldris hjá fyrirbura sem þarf að vera í hitakassa.

„Markmiðið með nálægðartilfinningunni er að koma jafnvægi á öndun og hjartslátt hjá börnunum, en þar eru nýburar og fyrirburar helst viðkvæmir fyrir.“

Eyrún segir margt unnið með því að koma betra jafnvægi á líðan og líkamsstarfsemi nýburanna. „Svefninn verður betri og heilbrigðari og taugaþroski eykst. Í þessu leiðir eitt af öðru, jákvæðari tilfinningar og minni grátur verða til þess að þau þyngjast hraðar og þroskast fyrr.“

Eyrún segist strax í upphafi hafa borið hugmynd sína undir lækna og hjúkrunarfræðinga til að tryggja að hún væri ekki á villigötum og fengið góðar viðtökur. Sjálf hafði hún stundað nám í sálfræði og heillast af lýsingum á áhrifum nærveru á þroska barna.

Hugmyndin varð hins vegar til eftir að vinkona Eyrúnar eignaðist fyrirbura sem lenti í öndunarhléi á spítalanum. „Það fór allt vel en ég man eftir að hafa hugsað með mér að kannski hefði þetta ekki gerst ef það hefði verið aðstaða fyrir móðurina hjá barninu á spítalanum. Þá datt mér hug hvað væri frábært ef eitthvað væri til sem maður gæti skilið eftir sem væri eins og lítill staðgengill fyrir mann á sjúkrahúsinu.“

Í beinu framhaldi skráði Eyrún sig í hugmyndasamkeppni á vegum Hugmyndahúss háskólanna og í kjölfarið fór boltinn að rúlla þegar hún fékk þar hvatningarverðlaun árið 2010., samkvæmt vísir.

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *