tannheilsa-barna-fer-versnandi

Tannheilsa barna fer versnandi

Engir frekari samningafundir hafa verið boðaðir. Ástandið er þegar farið að bitna á tannheilsu barna, segir formaður Tannlæknafélags Íslands.

Tannlæknar hafa nú verið utan samninga frá árinu 1998. Þeir hafa fundað með Sjúkratryggingum Íslands að undanförnu, en heilbrigðisyfirvöld hafa nú slitið samningaviðræðum. Frekari fundir hafa ekki verið boðaðir að sinni, og er því útlit fyrir óbreytt ástand.

Tannlæknar hafa farið fram á 110-115 prósenta hækkun á gjaldskrá sjúkratrygginga fyrir endurgreiðslur, en yfirvöld eru ekki tilbúin til að verða við þeim kröfum. Sigurður Benediktsson, formaður Tannlæknafélags Íslands, gagnrýnir stjórnvöld harðlega leggjast ekki á árar með tannlæknum í tryggja tannlæknaþjónustu fyrir börn.

Hann segir að afgangur af fjárlögum upp á hundruði milljóna sem nota má til tannlækninga barna, ekki nýttan sem skyldi. Hann segir ástandið þegar farið að bitna á tannheilsu barna, en nýleg könnun sýndi að á síðasta ári fóru 42 prósent barna a aldrinum 0-17 ára ekki til tannlæknis.

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri