Fundu nýtt krabbameinsgen

Fundu nýtt krabbameinsgen

Genið fannst við rannsókn sem greint er frá í vísindaritinu Nature.
Notuð var ný tækni þar sem hundruð gena eru prófuð í einu, í stað þess að prófa eitt í einu eins og venjan er. Vísindamenn segja að þessi genafundur geti skipt gríðarlega miklu máli ef hægt verður að þróa lyf út frá honum. Hormón geta ýtt undir stækkun krabbameinsæxla og því hafa verið notuð lyf sem hindra slíkt ferli.
Allt upp undir þriðjungur brjóstakrabbameina er hins vegar ekki af völdum hormóna og þess vegna virka fyrrnefnd lyf ekki í slíkum tilfellum. Í þeim tilfellum skortir úrræði.

{loadposition nánar fréttir}
oli
Author: oli

Vefstjóri