Talmeinafræðingar hóta að segja upp samningum við SÍ

Talmeinafræðingar hóta að segja upp samningum við SÍ

Talmeinafræðingar hóta að segja upp samningum við SÍ

Í ákvæðinu felst að nýútskrifaðir talmeinafræðingar skuli hafa tveggja ára starfsreynslu hjá ríki og sveitarfélögum til þess að fá samning við Sjúkratryggingar. Nýlega var fellt úr gildi sambærilegt ákvæði fyrir sjúkraþjálfara og heilbrigðisráðherra hefur sagt vilja standa til þess að gera slíkt hið sama í samningum talmeinafræðinga.

Linda Björk Markúsardóttir, formaður samninganefndar talmeinafræðinga, segir að vandinn sem fylgi ákvæðinu blasi ekki síst við á landsbyggðinni.

„Það sem er fyrst og fremst að gerast er að það verður engin nýliðun úti á landi þannig að einyrkjar úti á landi geta ekki bætt við sig starfskröftum. Og við erum með biðlista upp á tvö til þrjú ár og þeir lengjast og lengjast. Við stöndum jafnvel frammi fyrir því að nýútskrifaðir talmeinafræðingar verða atvinnulausir vegna ákvæðisins,“ segir hún.

Það sé ekki hlaupið að því fyrir nýútskrifaða að fá starfsreynslu hjá ríki og sveitarfélögum, enda fá störf þar í boði. „Þannig að ef þeir ætla að vinna verða þeir að gera eins og sjúkraþjálfarar gerðu, það verður til þetta tvöfalda kerfi og þeir þurfa að rukka sjúkratryggða um fullt gjald,“ segir Linda.

Aðalfundur Félags talmeinafræðinga lýsti í gær yfir vonbrigðum yfir framgöngu Sjúkratrygginga í samningaviðræðum við félagið og Linda segist óttast að engar breytingar verði í höfn á þessu kjörtímabili.

„Þeir hafa boðið okkur á næsta samningafund 28. september, sem er svona heppilega þremur dögum eftir kosningar. Við erum að reyna að fá í gegn að þeim fundartíma verði breytt og þetta verði lagað sem fyrst,“ segir Linda, samkvæmt RUV.

 

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri