Nýr ærslabelgur í vinnslu á Völlunum

Nýr ærslabelgur í vinnslu á Völlunum

Nýr ærslabelgur í vinnslu á Völlunum

Belgurinn mun verða settur upp á lóð Hraunvallaskóla. Vonir standa til þess að hægt verði að taka nokkur hausthopp á belgnum áður en frysta tekur. Ráðgert er að hefja framkvæmdir í næstu viku og mun framkvæmdin að öllum líkindum taka um 2 vikur.

Nýr ærslabelgur við Hraunvallaskóla verður staðsettur þar sem blár punktur er á mynd.

Nýr ærslabelgur í vinnslu á Völlunum

 

Fjórði ærslabelgurinn í Hafnarfirði
Ærslabelgur á Víðistaðatúni var fyrsti belgurinn í Hafnarfirði og var hann opnaður í upphafi sumars 2019. Ærslabelgur á Óla Run túni var opnaður sumarið 2020 og belgur í Setbergi í upphafi sumars 2021. Nýr ærslabelgur á Völlunum í Hafnarfirði verður þannig fjórði belgurinn. Þegar hann verður opnaður hafa fjórir ærslabelgir verið settir upp í Hafnarfirði á einungis tveimur árum og það innan mismunandi hverfa í bænum. Er fjölgunin í takti við vilja og óskir bæjarbúa.

 

 

 

Breyttur opnunartími frá 1. september

Yfir sumartímann eru belgirnir opnir frá kl. 9 – 22 alla daga vikunnar. Frá og með 1. september eru belgirnir opnir frá kl. kl. 9 – 20 alla daga allt þar til frysta tekur. Viðmiðið er að hafa belgina opna meðan hægt er og það í takti við gildandi útivistarreglur sem gilda frá 1. september – 1. maí. Á þessu tímabili eiga 12 ára börn og yngri ekki vera úti eftir kl. 20 og 13 – 16 ára börn ekki eftir kl. 22. Ærslabelgirnir eru lokaðir yfir vetrarmánuðina, samkvæmt Hafnarfjörður.

 

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri