Svefnþörf barna
|

Svefnþörf barna

Góður svefn er undirstaða vellíðunar okkar. Úrvinda af þreytu eigum við erfiðara með að takast á við tilveruna. Það sama gildir um börn. Í stað þess að verða syfjuð, aðlagast barn þreytu með pirringi, suði, sífri og erfiðri hegðun.

Svefnþörf barnaÞað getur jafnvel orðið svo upptendrað að foreldrarnir misskilja hegðun þess og stytta dagdúrinn eða taka hann af barninu.

Meðalþörf á sólarhring er:

  • 0-4 mánaða: 16 klst
  • 4-6 mánaða: 15 klst
  • 1 árs: 14 klst
  • 2-4 ára:11-13 klst
  • 5-16 ára: 9-11 klst

Með samvinnu foreldra og dagforeldra er hægt að koma á góðri svefnrútínu sem í felst værum nætursvefn og reglulegum daglúr.

Vel hvílt barn er ánægt barn.

oli
Author: oli

Vefstjóri