Taskan Mín
Æskilegt er að barnið hafi meðferðis, einn innigalla til skiptana, s.s. samfellu, sokkabuxur/sokka, peysu og buxur því alltaf geta smáóhöpp komið fyrir.
Til útivista þarf barnið að hafa
Hlífðarfatnað, svo sem flísgalla, þykkan vetrargalla, pollagalla, þykka og hlýja peysu, þunna og þykka sokka, þunna og þykka vetlinga, húfu sem nær vel yfir eyrun, og aðra til að sofa með. Góða útiskó að sumri og kuldaskó að vetri, gúmmístígvél og einnig er gott að hafa inniskó hjá dagmömmu.
ATH! að öll föt skulu vera rúmgóð og þægileg
Dagmæðrum er skylt að leyfa börnum að njóta útiveru, og því skal klæðnaður vera í samræmi við það. Foreldrar sjá um þvott á öllum klæðnaði.