stadgongumodir faeddi barnabarnid sitt

Staðgöngumóðir fæddi barnabarnið sitt

Athygli vekur að Kristína er ekkert unglamb lengur, en hún er 61 árs gömul.

Kristine Casey eignaðist heilbrigðan dreng á dögunum en hún hafði þá verið staðgöngumóðir fyrir dóttur sína. Eftir 39 vikna meðgöngu eignaðist hún því sjálf fyrsta barnabarnið sitt en dóttir hennar og eiginmaður höfðu reynt að eignast börn í mörg ár þegar Kristíne bauðst til þess að ganga með barnið fyrir þau.

Meðgangan gekk vel en Kristína var undir eftirliti lækna allan tímann. Læknirinn sem frjóvgaði hana og hafði yfirumsjón með meðgöngunni, sagðist í viðtali við fjölmiðla ekki hafa haft miklar siðferðislegar efasemdir um meðgönguna. Eina skilyrði sem hann setti var nákvæm læknisskoðun og ítarlegt eftirlit. Kristína er ekki aðeins elsta staðgöngumóðirinn í fylkinu sínu heldur er hún elsta móðirinn í Illinois þar sem hún býr.

 

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri