varar foreldra vid

Varar foreldra við að taka ungabörn með sér á mannamót

Hann segir börnum oft gefið sýklalyf og astmalyf vegna vírusins en rannsóknir sýni að þau meðul virki mjög skammt eða alls ekki.
Sá vírus sem leggst einna þyngst á íslensk börn nú er svokallaður RS-vírus en hann getur reynt mjög á ungbörn einkum þau sem eru þriggja mánaða og yngri.
Michael Clausen, barna- og ofnæmislæknir, segir mikilvægt að fólk reyni að verja börn smiti fyrstu mánuðina enda sé fátt hægt að gera til að láta þeim líða betur smitist þau á annað borð.
„Fólk sem er með allra minnstu börnin ætti að reyna forðast að fara með þau á mannamót til að reyna koma í veg fyrir að þau smitist. Vandamálið við RS-veiruna er að við höfum ekki svo góð ráð við henni. Þetta er jú veirusýking og ætti að vera alveg augljóst að sýklalyf virka ekki á veiruna. Mörg börn fá svo einnig lungnabólgu en hún orsakast í langflestum tilfellum af veirunni og sýklalyf hafa því ekki heldur áhrif á hana. Þess vegna gengur þetta svona brösulega og börnin geta verið veik í langan tíma,” segir Michael.
Hann segir að astmalyf sem börnum er einnig oft gefin við vírusnum einnig duga skammt eða bara alls ekki. „Það er fjöldinn allur af rannsóknum sem gerður hefur verið á því hvort þessi lyf virki eða ekki. Því miður hafa þær leitt í ljós að það virkar lítið eða bara ekki að gefa astmalyf.”
Michael segir mikilvægt að foreldrar gefi börnum vel að drekka ef þau veikist og að þeir geri sér grein fyrir því að börn eru lengi að jafna sig á þessu veirusmiti og hósti jafnvel mikið í tvær vikur. Þau þurfi tíma til að jafna sig og til þess verði að taka tillit.

 

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri