Söngvari Diktu gefur út barnabók
Henni er ætlað að fræða börn um mannslíkamann og er frumraun hans í bókaútgáfu. „Hún er stíluð inn á krakka sem eru að byrja að lesa og alveg upp í tólf ára og eldri,“ segir Haukur Heiðar. „Þetta er mjög gagnvirk bók með endalausum flipum sem krakkarnir fletta fram og til baka.“
Hann segir að þörf hafi verið á bók sem þessari. „Í starfi mínu sem læknir og sem foreldri hefur mér fundist vanta bók á markaðinn sem útskýrir líkamann fyrir krökkum á skemmtilegan en samt fræðandi máta. Þess vegna fór ég að litast um eftir erlendum bókum og datt niður á þessa bresku bók,“ segir hann.
Söngvarinn sá einnig um grafísku vinnuna í kringum bókina og hafði mjög gaman af öllu ferlinu, sem hefur tekið marga mánuði. Bókina gefur hann út í samstarfi við Rósakot, sem er ný íslensk bókaútgáfa sem sérhæfir sig í barnabókum, samkvæmt vísir.
{loadposition nánar fréttir}