Sökudólgurinn fundinn: Varist innflutt frosin jarðarber

Sökudólgurinn fundinn: Varist innflutt frosin jarðarber

 

„Það þarf að sjóða berin vel til að drepa veiru ef hún skyldi vera til staðar,“ segir Herdís M. Guðjónsdóttir, matvælafræðingur hjá inn- og útflutningseftirliti Matvælastofnunar. Herdís segir það ekki áhættunnar virði að neyta berjanna án þess að meðhöndla þau á þennan hátt, jafnvel þó að þau kunni að tapa einhverjum bragðgæðum.

Ekki er enn vitað hvort sýkinguna megi helst finna í einhverri ákveðinni vörutegund, en um það segir Herdís: „Það er verið að greina ber í stórum stíl á norðurlöndunum og það hlýtur að koma að því að við getum greint hvaða tegundir það eru sem bera sýkinguna.“

Herdís segir það geti verið bæði erfitt og tímafrekt að greina upplýsingar um uppruna nákvæmlega, enda var ekki vitað fyrr en nú að sýkingin leyndist einungis í frosnum jarðarberjum, en ekki öðrum tegundum berja, samkvæmt vísir.

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri