Meiri líkur á vöggudauða í rúmi með foreldrum
Reykingar foreldra sem sofa við hlið barna sinna eru helsti orsakavaldur slíkra dauðsfalla, en samkvæmt niðurstöðum rannsóknarinnar, sem birtist í læknaritinu BMJ Open, er slíkt svefnfyrirkomulag óæskilegt, jafnvel þótt hvorugt foreldrið reyki.
Hafa heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi verið hvött til þess að bregðast hratt við og endurskoða fyrri ráðleggingar sínar, og beina þeim tilmælum til foreldra að sofa aldrei með börn undir þriggja mánaða aldri uppi í hjá sér. Það hefur þegar verið gert í Bandaríkjunum og Hollandi, samkvæmt vísir.
{loadposition nánar fréttir}