Snemmbær kynþroski eykur sjúkdómahættu

Snemmbær kynþroski eykur sjúkdómahættu

Offita og ofþyngd hafa ekki áhrif. Rannsóknin náði til yfir þúsund íslenskra kvenna.
Snemmbær kynþroski stúlkna tengist aukinni áhættu á dauðsföllum af völdum hjarta- og æðasjúkdóma síðar á lífsleiðinni. Tengslin eru til staðar óháð yfirþyngd og offitu kvennanna á fullorðinsaldri.

Þetta kemur fram í nýrri rannsókn Cindy Mari Imai, doktorsnema í matvæla- og næringarfræði við Háskóla Íslands (HÍ). Niðurstöður rannsóknarinnar ríma við aðrar erlendis frá, sem hafa sýnt fram á tengsl snemmbærs kynþroska við áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma, svo sem háþrýstings og offitu.

Alls létust 94 konur af þeim rúmlega þúsund sem tóku þátt af völdum sjúkdómanna frá upphafi rannsóknarinnar til ársins 2009. Þar af létust 45 af völdum kransæðasjúkdóma. Séu þær tölur bornar saman við þær konur sem ekki höfðu náð kynþroska við tólf ára aldur kemur í ljós að eftir því sem konurnar urðu fyrr kynþroska þeim mun meiri líkur voru á að þær létust úr hjarta- eða æðasjúkdómum síðar á lífsleiðinni.

Áhættuhlutfall fyrir dauðsföll af völdum sjúkdómanna var 1,9 fyrir þær konur sem náðu kynþroska við 11 til 12 ára aldur og 2,1 fyrir þær sem urðu kynþroska fyrir 11 ára aldur.

Sterkari tengsl fundust þegar skoðuð voru áhættuhlutföll fyrir dauðsföll af völdum kransæðasjúkdóma sérstaklega, þá var áhættuhlutfall 3,2 fyrir kynþroskaskeið fyrir 11 ára aldur. Athygli vekur að tengslin voru til staðar algjörlega óháð þyngdarstuðli þátttakenda við fullorðinsaldur.

Cindy hefur kynnt niðurstöður rannsóknar sinnar á nokkrum ráðstefnum undanfarið, meðal annars á nýyfirstöðnu málþingi í HÍ um rannsóknir í heilbrigðis- og lífvísindum, sakvæmt vísir.

 

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri