Megrunardrykkir auka þunglyndi

Megrunardrykkir auka þunglyndi

Rannsóknin náði til 250 þúsund Bandaríkjamanna og stóð í 10 ár. Í ljós kom að kaffidrykkja tengist minni hættu á þunglyndi. Hins vegar er þunglyndi algengara hjá þeir sem neyta dykkja sem sykraðir eru með sætuefnum, en öðrum sem ekki neyta sætuefna.

Vísindamennirnir sem starfa við Heilbrigðisstofnun Norður-Karolínu komust að því að fólk sem drakk fjóra kaffibolla á dag voru í 10% minni hættu á að greinast með þunglyndi en þeir sem ekki drukku kaffi. En þeir sem drukku fjórar dollur eða flöskur á dag af drykkjum sem sykraðir voru með gervi-sætuefnum juku hættuna á að greinast með þunglyndi um þriðjung.

Sætuefni í mat og drykk eru mjög umdeild. Sum sætuefni eins og aspartame eru talin mjög heilsuspillandi og rannsóknir sýna að aspartame eykur hættu á að fólk fái blóðkrabbamein.

Talsmaður skýrsluhöfunda segir að rannsóknin bendi til að með því að skipta út drykkjum með sætuefnum og drekka í staðinn ósætt kaffi sé hægt að draga hættunni á þunglyndi, samkvæmt ruv.

 

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri