Nýir foreldrar fá jafnari rétt til orlofs

Nýir foreldrar fá jafnari rétt til orlofs

 

Fyrirkomulaginu var breytt milli annarrar og þriðju umræðu í þinginu rétt fyrir jól, en áður hafði verið lagt til að hvort foreldri um sig fengi fjóra mánuði auk þess sem fjórir mánuðir yrðu sameiginlegir. Þessi tilhögun var gagnrýnd af nokkrum umsagnaraðilum. „Með því að halda því fyrirkomulagi að hafa orlofið þrískipt þá eru verulegar líkur á því að mæður muni taka átta mánuði en feður aðeins fjóra,” segir í umsögn Jafnréttisstofu. „Rannsóknir á reynslu Norðurlanda af fæðingarorlofi sem foreldrum er ætlað að skipta á milli sín, allt frá því að Svíar innleiddu slíkt orlof 1974, sýna að það er nær eingöngu notað af mæðrum. […] Það verður því, í ljósi reynslunnar, að teljast líklegt að það verði einkum mæður sem nota hin sameiginlegu réttindi og feður verði áfram í aukahlutverki hvað umönnun ungra barna varðar,” segir í umsögn Rannsóknastofnunar um barna- og fjölskylduvernd hjá Háskóla Íslands.

Meirihluti velferðarnefndar Alþingis lagði því til milli annarrar og þriðju umræðu á þinginu að ákvæðinu yrði breytt. Í greinargerð meirihlutans kemur fram að það sé ekki í samræmi við „þá sterku jafnréttishugsun sem lögin byggja á að fjölga sameiginlegum mánuðum um einn um leið og réttur hvors foreldris er jafnframt lengdur um einn.” Þar með muni tími mæðra frá vinnumarkaði lengjast, samkvæmt vísir.

Því var ákveðið að breyta fyrirkomulaginu. „Meirihlutinn telur að breytingin samræmist betur markmiðum laganna um að tryggja börnum samvistir við báða foreldra og stuðla að auknu jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.”

 

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri