vegasalt

Slysahætta á leikskólum

Það eru ekki síst úrbætur í öryggismálum sem hafa valdið því að kostnaður hefur farið fram úr áætlun, samkvæmt upplýsingum frá borgaryfirvöldum.

Reykjavíkurborg rekur um 80 leikskóla víðsvegar í borginni. Töluvert hefur verið fjallað um öryggismál á leikskólum að undanförnu, en Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur metur slysahættu á leikskólum árlega. Flestar hætturnar er að finna á lóðum leikskólanna og samkvæmt skýrslum heilbrigðiseftirlitsins var hengingarhætta eða drukknunarhætta fyrir hendi á að minnsta kosti þrettán leikskólum borgarinnar í fyrra. Endurbætur standa nú víða yfir.

Reykjavíkurborg varði tæpum 500 milljónum króna í endurbyggingu leikskólalóða frá 2002 til 2010. Skörp uppsveifla varð í endurbyggingu árið 2008, sem skýrist að mestu af því að borgin keypti leikskólann Vinagerði, sem þarfnaðist mikilla viðgerða. Þeim lauk árið 2009 og í fyrra var kostnaður við endurbyggingu kominn í svipað horf og áður.

Sé litið til viðhalds á leikskólalóðum hefur um 200 milljónum króna verið varið í það frá árinu 2008. Miðað við þær framkvæmdir sem ráðgert er að hefjist í ár mun viðhald borgarinnar á leikskólalóðum hafa farið um 45 milljónir króna fram úr áætlun. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg stafar það meðal annars af úrbótum í öryggismálum leiksvæða.

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri