soffia-baeringsdottir-brjostagjafi

Vísað af veitingastöðum fyrir að gefa brjóst

Dæmi eru um að konum hafi verið vísað út af veitingastöðum fyrir það eitt að gefa brjóst.
Alþjóðlega Brjóstagjafarvikan er nú haldin hátíðleg í fjórða sinn hér á landi en henni er ætlað að vekja jákvæða athygli á brjóstagjöf og mikilvægi hennar. Íslenskar konur létu sitt ekki eftir liggja og hófu daginn á því að hittast og gefa brjóst á kaffihúsi fyrir foreldra ungra barna.

„Það er mjög mikilvægt að brjóstagjör sjáist á almannafæri því ef við höfum hana fyrir augum okkar þá er hún eðlileg og venjuleg og engin nennir að kippa sér upp við það,” segir Soffía Bæringsdóttir, einn af skipuleggjendum brjóstagjafavikunnar. Hún segir að brjóstagjöf sé hins vegar erfiðari ef hún er í felum.

Íslenskar konur eru almennt ófeimnar við að gefa brjóst á almannafæri og flestum þykir það eðlilegur hlutur. Soffía segir Íslendinga þó ekki mega sofna á verðinum, sérstaklega þar sem hún hafi orðið vör við breytingar á viðhorfi fólks gagnvart brjóstagjöf hér á landi. „Maður hefur heyrt af því að fólk sé beðið á kaffihúsum, menningarsetrum, leikfangaverslunum um að fara afsíðis og hætta að næra barnið. Það er þróun sem við verðum að gefa gaum,” segir Soffía.

Á föstudaginn verður opnuð sýning með ljósmyndum af konum að gefa brjóst í náttúrunni en þann sama dag ætla konur að fjölmenna í svokallaðri fjöldagjöf.

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri