Fleiri til útlanda í sumar
Það eru fleiri en fóru í utanlandsferðir í fyrrasumar. Fleiri Íslendingar fóru til útlanda í sumar en í fyrrasumar. Þá ferðuðust rúm 80% landsmanna innnanlands í sumar. Þetta kemur fram í þjóðarpúlsi Gallup.
Þar kemur fram að rétt rúmlega 40% Íslendinga fóru til útlanda í sumar, samanborið við rúm 30% í fyrrasumar.Þegar litið er til búsetu kemur í ljós að íbúar höfuðborgarsvæðisins fóru frekar til útlanda en þeir sem búsettir eru á landsbyggðinni. Þannig fór rúmur helmingur þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu til útlanda, en aðeins um fjórðungur þeirra sem búsettur er úti á landi.
Þá fóru þeir sem hafa lokið háskólaprófi frekar til útlanda en þeir sem hafa minni menntun.
Tekjur fólks skipta einnig máli þegar kemur að utanlandsferðum því þeir sem hafa hærri tekjur fóru frekar til útlanda en þeir sem hafa minni tekjur. Íslendingar gistu að meðaltali í 14 nætur á ferðalögum sínum erlendis í sumar.
Hlutfall þeirra sem ferðuðust innanlands er hins vegar nokkurn veginn óbreytt frá því í fyrra, en rúm 80% landsmanna ferðuðust um landið í sumar. Samkvæmt könnuninni hafa búseta, menntun og tekjur minni áhrif á það hvort fólk ferðast innanlands en til útlanda.
{loadposition nánar fréttir}