Síamstvíburar gangast undir aðgerð

Síamstvíburar gangast undir aðgerð

Systurnar eru samvaxnar á brjósti og kviði. Þær hafa sameiginlega lifur, þind og bringubein.
Systurnar eru tveggja ára. Þær hafa dálæti af Dóru landkönnuði og öllu öðru sem önnur tveggja ára börn hafa gaman af. Læknar og foreldrar systranna telja að aðgerðin gefi systrunum tækifæri á að lifa eðlilegu lífi.

 

Dr. Gary Hartman mun annast skurðaðgerðina. Hann telur að heilsufari stúlknanna sé ógnað án aðgerðarinnar og gæti haft alvarlegar langtímaafleiðingar. Hartman telur að hættulegasti hluti aðgerðinnar eigi sér stað þegar lifrinni er skipt.

Hartman segir að stúlkurnar þurfi ekki á mikill endurhæfingu að halda eftir aðgerðina. En það mun hins vegar taka tíma fyrir systurnar að aðlagast umhverfi sínu upp á nýtt. Þær þurfi til dæmi að læra að ganga að nýju.

Síamstvíburar eru afar sjaldgæfir og talið er að fyrirbærið eigi sér stað í 1 af 50.000 fæðingum. Lífslíkur síamstvíbura eru taldar vera um 25%.

 

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri