Reykjavíkurborg mismunar börnum eftir fæðingarári

Reykjavíkurborg mismunar börnum eftir fæðingarári

Móðir drengs sem er fæddur í janúar 2010 segir son sinn fá síðri tækifæri til að njóta faglegrar þjónustu leikskóla borgarinnar en önnur börn.

 

Um níu hundruð börn fædd árið 2010 eru á biðlista eftir leikskólaplássi hjá borginni þrátt fyrir að leikskólastjórar segi margir að laus rými séu til staðar.

„Hingað til þá hafa borgaryfirvöld ekki viljað meina að börn komist inn fyrr en næst haust. Þannig hann verður orðinn tæplega þriggja ára þegar hann kemst inn og fer þá á mis við mikið fagstarfs sem bróðir hans, sem er fæddur einu og hálfu ári fyrr, fékk að njóta því hann komst inn á leikskóla tæplega eins og hálfs árs. Þannig að þar er náttúrulega bara verið að mismuna börnum eftir því á hvaða ári þau eru fædd,” segir Berglind Kristinsdóttir, 3ja barna móðir.

Árlega greiðir borgin um 440 þúsund krónur með hverju barni hjá dagforeldri en 1,6 milljón með hverju barni á leikskóla. Með því að eitt barn byrji ári síðar á leikskóla sparar borgin sér því um eina milljón króna. Á sama tíma leggst auka kostnaður upp á hundruði þúsunda á hverja barnafjölskyldu.

„Þetta kemur sér mjög illa. Þetta er mörg hundruð þúsund króna hækkun miðað við það sem við höfum gert ráð fyrir,” segir Berglind.

Reykjavíkurborg skýrir mismunandi niðurgreiðslur til dagforeldra og leikskóla með því að á leikskólunum sé mun faglegra starf unnið. Þar af leiðir að börn sem komast seint inn á leikskóla eru að missa af þessu faglega starfi.

 

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri