Sex skipulagsdagar algjört lágmark
Hún segir sex skipulagsdaga leikskólakennara á ári algjört lágmark.
Á næsta skólaári mun skipulagsdögum í leikskólum borgarinnar fjölga um einn og verða sex, en það er tvöföldun frá árinu 2007 þegar dagarnir voru þrír talsins. Hannes Sigurðsson, aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka Atvinnulífsins sagðist í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi furða sig á því að leikskólastarfsmenn þurfi svo marga daga á ári til að skipuleggja starfsemina og að eðlilegast sé að þeir ræði þessi mál utan hefðbundins vinnutíma. Ingibjörg Kristleifsdóttir, formaður félags stjórnenda leikskóla, er þessu algjörlega ósammála og segir þetta snúast um að á undanförnum misserum sé búinn að vera algjör niðurskurður í tækifærum til samráðs- og fundarhalda í leikskólunum, sem er náttúrulega forsenda þess að halda uppi gæðastarfi í skólunum.
Ingibjörg segir sex skipulagsdaga á hverju skólaári vera algjört lágmark, þeir hafi jú verið þrír eða fjórir árið 2007, en þá voru starfsmannafundir í hverjum einasta mánuði utan vinnutíma, tveir til fjórir tímar í hverjum einasta mánuði sem er búið að taka af núna. Þannig að í rauninni sé núna verið að taka fundina og setja þá inn á dagvinnutíma.
Hún segir leikskóla og foreldra eiga að hjálpast að við að fá atvinnulífið til að virða gildi fjölskyldunnar og koma til móts til að sinna börnum sínum, samkvæmt vísir.
{loadposition nánar fréttir}