Gagnrýna fjölda skipulagsdaga leikskóla

Gagnrýna fjölda skipulagsdaga leikskóla

Í greininni segir meðal annars: „Á fundi skóla- og frístundaráðs, 21. mars 2012 og í borgarráði 29. mars, var samþykkt tillaga um fjölgun skipulagsdaga í leikskólum Reykjavíkurborgar úr fimm í sex á ári.

 

Samþykktin tekur gildi 1. júní 2012. Sex dagar á ári er mikill tími fyrir framangreindar umræður. Foreldrar þurfa yfirleitt að nýta orlofsrétt sinn á þessum dögum og nemur þessi dagafjöldi fjórðungi lágmarksorlofs. Svo virðist sem nokkur misbrestur sé á samstarfi grunnskóla og leikskóla um þessa frídaga sem bitnar illa á foreldrum með börn á báðum skólastigum.”

Þannig kemur fram í greininni að einhliða fjölgun skipulagsdaga bitni illa á foreldrum og fyrirtækjum.

„Foreldrar ungra barna eru þöglir þolendur sem virðast ekki eiga auðvelt með að bera hönd fyrir höfuð sér,” segir í greininni.

Endurskoða þarf þessi vinnubrögð í leikskólastarfi og leggja meiri áherslu á þjónustu við foreldra og atvinnulíf að mati Samtaka atvinnulífsins sem vill jafnframt leggja sitt lóð á þær vogarskálar að skapa umræðu um hvernig megi gera endurbætur á skipulagi leikskólastarfsemi þannig að foreldrar ungra barna þurfi ekki að ráðstafa stórum hluta orlofsins á hverju ári vegna skipulagsdaga, samkvæmt vísir.

Hægt er að lesa greinina í heild sinni hér.

 

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri