Sex leikskólar borgarinnar með sumaropnun
Einn leikskóli í hverju hverfi borgarinnar, verður þannig með opið í alls sumar. líkt og var síðasta sumar. Leikskólarnir sem um ræðir eru Bakkaborg í Breiðholti, Bjartahíð í Miðborg/Hlíðum, Drafnarsteinn í Vesturbænum, Lyngheimar í Grafarvogi, Rofaborg í Árbæ/Grafarholti og Vinagerði í Laugardal/Háaleiti.
„Aðrir leikskólar munu, líkt og áður, loka í fjórar vikur yfir sumarið en öll leikskólabörn skulu að minnsta kosti taka 20 virka daga samfleytt í sumarleyfi. Sumarlokun í sérhverjum leikskóla er ákveðin í samráði við foreldraráð og að undangenginni könnun meðal foreldra. Flytjist barn af leikskóla sem er með sumarlokun yfir í sumaropnunarleikskóla fylgir starfsmaður af fyrrnefnda leikskólanum í sumaropnunarleikskólann til að auðvelda aðlögun barnsins.
Foreldrar geta, fram til 25. mars, sótt um vistun í sumaropnunarleikskóla hjá þeim leikskólastjóra þar sem barnið hefur fasta vistun. Sækja þarf um samfellda vistun og að lágmarki eina viku. Ef ekki er sótt um verður gert ráð fyrir að barnið taki sumarleyfi á sama tíma og leikskólinn þeirra,“ segir í tilkynningunni, samkvæmt visir.
{loadposition nánar fréttir}