Vilja tryggja fæðingarorlof í ár

Fundurinn áréttar að aðskilja beri ríki og kirkju.
Á landsfundi Vinstri grænna um helgina var tekist á um fjölmörg mál en önnur voru samþykkt án átaka. Mest hefur verið fjallað um ályktarnir fundarins um Evrópusambandið og niðurskurð á fjárlögum en ýmislegt annað var samþykkt.

 

Landsfundurinn samþykkti meðal annars ályktun þess efnis að fremji Íslendingar kynferðisbrot erlendis séu þau refsiverð hér á landi. Landsfundurinn vill aukið fjármagn í forvarnir og úrræði fyrir unglinga í vímuefnavanda og að öllum foreldrum verði tryggður réttur til fæðingarorlof í tólf mánuði og að greiðslur miðist við full laun foreldra upp að ákveðnu hámarki.

Fundurinn ályktar um mikilvægi þess að öryggi almennings sé ekki ógnað með niðurskurði í heilbrigðismálum, löggæslu eða öðru.
Þar sem engin sátt ríkir um lánamál heimila hvetur landsfundur Vinstri grænna til þess að komið verði á vettvangi þar sem skuldari og lánveitandi finni sameiginlega málamiðlun. Vinstri grænir vilja líka gefa þeim heimilum sem það kjósa að flytja mikið veðsettar íbúðir yfir í íbúðasamvinnufélög eða fasteignafélög gegn búseturétti. Fundurinn hvetur líka til þess að rannsakað verði hvernig hagnaður bankanna er tilkominn.

Landsfundur Vinstri grænna skorar á Ögmund Jónasson, innanríkisráðherra, að setja málefni flóttafólks á oddinn enda sé staða hælisleitenda á Íslandi enn ófullnægjandi. Loks áréttar landsfundur Vinstri grænna að aðskilja beri þjóðkirkju og ríkisvald og segir mikilvægt að víðtæk sátt náist um samstarf ríkis og trúfélaga.

 

{loadposition nánar fréttir}

 

oli
Author: oli

Vefstjóri