“Góð” ráð gegn sykursýki
Í niðurstöðum umfangsmikillar rannsóknar vísindamanna við Karolínsku stofnunina í Stokkhólmi, sem birt er í Dagens Nyheter í dag, kemur fram að besta ráðið til þess að verjast sykursýki tvö, áunninni sykursýki, er að hreyfa sig meira, léttast, draga úr steitu og umgangast vini.
Einn af hverjum þremur sem haldinn er sykursýki veit ekki um sjúkdóminn sem er tvöfalt algengari hjá körlum en konum. Fjórði hver karl og áttunda hver kona á aldrinum 35-65 ára fær sjúkdóminn.
Fram kemur að erfðir geta skipt máli og fyrir utan þekktar orsakir sykursýki tvö eins og offitu og hreyfingarleysi kemur í ljós að hættan eykst við tóbaksneyslu, stress í vinnunni og svefnleysi.
En karlar og konur sem eiga marga vini og eru virk í félagslífi t.d safnaðarstarfi eða kórum geta dregið úr hættu á sykursýki um allt að 50%. Jafnvel kaffiunnendur eru í góðum málum. Þeir sem daglega drekka fjóra eða fimm bolla á draga úr hættu á sykursýki um helming. Hófleg hreyfing dregur úr sykurmagni í blóði og mælt er með að fólk skelli sér í göngutúr einn tíma á dag.
{loadposition nánar fréttir}